21 greindist með kórónuveiruna um helgina hér á landi að því er fram kom í máli Más Kristjánssonar, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans í samtali við RÚV í morgun.

Þar af sagði Már að tíu hinna smituðu hafa verið um borð í súrálsskipi sem koma að landi við álver Alcoa á Reyðarfirði um helgina . Már sagðist telja að 5 til 6 þeirra sem greindust hafi verið utan við sóttkví þegar smitið greindist. Hann tók aðspurður undir að það væri áhyggjuefni þó of snemmt væri að segja að ný bylgja væri hafinn.

Fjöldi fólks er í sóttkví vegna smitanna, þar á meðal karlalið Fylkis og Stjörnunnar í knattspyrnu. Þá eru starfsmenn og nemendur í Lauganesskóla einnig í sóttkví eftir smit hjá starfsmanni skólans.

Boðað hefur verið til upplýsingafundar vegna stöðu faraldursins klukkan 11 í dag. Þá verða jafnframt birtar endanlegar tölur um smit helgarinnar á vefnum covid.is