*

laugardagur, 23. október 2021
Innlent 7. ágúst 2021 13:07

210 milljóna tap hjá Ísþór

Sala á vöru og þjónstu hjá Eldisstöðinni Ísþór jókst um 2,4% milli ára og nam 708 milljónum króna árið 2020.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Eldisstöðin Ísþór í Þorlákshöfn tapaði 210 milljónum króna á síðasta ári, samanborið við 2,7 milljóna hagnað árið 2019. 

Sala á vöru og þjónustu jókst um 2,4% milli ára og nam 708 milljónum króna. Rekstrargjöld jukust hins vegar um 35,7% frá fyrra ári og voru 920 milljónir árið 2020. Laun og launatengd gjöld hækkuðu um 14 milljónir og voru 148,7 milljónir á árinu en stöðugildum fjölgaði úr 12 í 13 milli ára. 

Eigið fé Ísþórs nam 442 milljónum í árslok 2020, skuldir 1,4 milljörðum og eiginfjárhlutfallið 23,3% en hlutfallið var 40,0% árið áður. Skuldir við tengda aðila jukust um 416 milljónir milli ára og námu 1,2 milljörðum. Arnarlax og Fiskeldi Austfjarða eiga Eldisstöðina Ísþór til helminga.