Alls tilkynnti bandarískir vinnuveitendur um tæpar 116 þúsund fyrirhugaðar uppsagnir í septembermánuði og fjölgaði þeim um 212% á milli ára samkvæmt frétt Bloomberg sem vitnar í tölur ráðgjafafyrirtækisins Challenger, Grey and Christmas sem staðsett er í Chicago. Að sögn fyrirtækisins eru þetta mesta uppsagnahrinan í landinu í tvö ár.

Öðru fremur eru það risabankinn Bank of America og bandaríska alríkið sem tilkynnt hafa um uppsagnir og samkvæmt frétt standa þessir tveir aðilar að 70% allra uppsagna en bandaríska alríkið hefur m.a. tilkynnt um mikla fækkun hermanna á næstu fimm árum. Haft er eftir John Challenger, forstjóra ráðgjafafyrirtækisins, að þó ekki megi rekja bróðurpart uppsagnana til efnahagsástandsins séu þær til marks um að meira geti verið í vændum.