Arion banki var með hæstu markaðshlutdeild í hlutabréfamiðlun á Aðalmarkaði Kauphallarinnar á árinu 2021, eða 21,5%. Skammt undan komu Fossar Markaðir með 20,8% og Íslandsbanki með 18,4%. Þegar eingöngu er litið til hlutabréfaviðskipta sem eiga sér stað við pörun tilboða í tilboðabók var Arion banki áfram með mestu hlutdeildina á árinu, eða 26,8% og næst kom Íslandsbanki með 22%. Þar næst kom Kvika banki með 17,9%.

Þegar litið er til kauphallarviðskipta sem samið er um utan tilboðabókar og tilkynnt til Kauphallar voru Fossar Markaðir með mestu hlutdeildina á árinu 2020, eða 25,5%. Næstur kom Arion banki með 19,5% og þar næst Íslandsbanki með 17% hlutdeild.

Á First North markaðnum var Arion banki með mestu hlutdeildina, 46,2%, á árinu 2021. Næstir voru Arctica Finance með 17,3% og þarnæstur Landsbankinn með 9%.