*

laugardagur, 30. maí 2020
Innlent 19. október 2019 18:01

22 milljóna tap miða.is

Miðasöluvefurinn miði.is tapaði 22 milljónum króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 24 milljóna króna tap árið áður.

Ritstjórn
Ingibjörg Pálmadóttir, aðaleigandi 365 miðla.

Miðasöluvefurinn miði. is tapaði 22 milljónum króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 24 milljóna króna tap árið áður. Félagið velti rúmlega 18 milljónum króna á síðasta ári og dróst veltan saman um rúmlega 2 milljónir króna frá fyrra ári, en rekstrarkostnaður minnkaði að sama skapi um 8 milljónir.

Eignir félagsins námu 86 milljónum króna um síðustu áramót og eigið fé nam 4 milljónum króna. Miði.is er í eigu 365 miðla, sem Ingibjörg Pálmadóttir stýrir.

Stikkorð: uppgjör miði.is