Nýskráningar fólksbifreiða eru 8.879 talsins það sem af er ári og er um að ræða 22,2% samdrátt miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þetta kemur fram í frétt Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Flestar nýskráningar á þessu ári voru í júlí, alls 1.480, en fæstar voru í apríl, alls 372.

Flestar nýskráðar bifreiðar hafa verið frá Toyota, alls 1.357. Kia er með 891 nýkráningar og Tesla kemur í þriðja sætinu með 860. Þar á eftir koma Hyundai með 655, Vlokswagen 577, Mitsubishi, 486, Suzuki 449, Nissan 390 og Volvo 379.

Um 76,% heildarskráninga er til almennrar notkunar. Heildarskráningar til bílaleiga eru 22,6%. Hlutdeild rafmagnsbíla er 24,%, bensíbíla 23,7%, dísil 19,7%, tengiltvinn 19% og hybrid 12,8%.