Hagstofan hefur tekið saman tölur yfir framkvæmdastjóra, stjórnarformenn og stjórnarmenn fyrirtækja eftir kyni fyrir árið 2005. Frá árinu 1999 til ársins 2005 hefur hlutfall kvenna sem sitja í stjórnum fyrirtækja og gegna stjórnarformennsku haldist nánast óbreytt eða í kringum 22%. Á sama tímabili hefur fyrirtækjum með konur sem framkvæmdastjóra fjölgað úr 15,4% árið 1999 í 18,2% árið 2005. Flestar konur eru framkvæmdastjórar í fyrirtækjum sem eru með innan við 10 starfsmenn og starfa við verslun og þjónustu.