Að jafnaði munu 22 þúsund manns munu vinna við ferðaþjónustu á Íslandi á árinu 2016. Það eru ríflega 10% starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði. Þetta kemur fram í nýrri könnun atvinnuvegaráðuneytisins sem gerð var á mannafla- og fræðsluþörf í ferðaþjónustugeiranum.

Líklegt er að um það bil 40% nýrra starfsmanna í ferðaþjónustu hér á landi næstu tvö árin muni koma erlendis frá, eða um 6.000 talsins. Samkvæmt svarendum könnunarinnar er erfiðast að manna í ræstingar og þrif, og í stöður faglærðra matreiðslumanna.

Niðurstöður könnunarinnar má lesa í heild sinni með því að smella hér.