Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,7% í janúar frá fyrri mánuði í Bretlandi samkvæmt nýbirtum tölum Bresku hagstofunnar. Í Morgunkorni Glitnis segir að verðbólga síðastliðinna 12 mánaða hækkaði hins vegar á milli mánaða í 2,2% í janúar samanborið við 2,1% verðbólgu á ársgrundvelli í desember á síðasta ári og hefur verðbólga í Bretlandi ekki verið meiri frá því í júní á síðasta ári.

Verðbólga var þó minni en búist var við, en samkvæmt könnun Bloomberg meðal greiningaraðila hljóðaði meðalspá upp á 0,6% lækkun neysluverðs í janúar eða 2,3% verðbólgu á ársgrundvelli.

Breska pundið lækkaði við birtingu talnanna þar sem líkur á Englandsbanki lækki vexti frekar eru taldar hafa aukist, en bankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig í síðustu viku og standa þeir nú í 5,25%, samkvæmt því sem segir í Morgunkorninu.