Svo virðist sem Árni Pétur Jónsson fjárfestir hafi greitt 220 milljónir fyrir verslunarkeðjun 10-11. Þetta má sjá í ársreikningi eignarhaldsfélagsins Basko, sem er í fullri eigu Árna Péturs.

Samkvæmt ársreikningnum námu fjárfestingar Basko í eignarhlutum í öðrum félögum 220 milljónum á síðasta ári og staðfesti Árni Pétur í samtali við Viðskiptablaðið að 10-11 væri eina eignin í eignarhaldsfélaginu.

Það var í júní á síðasta ári sem greint var frá kaupum Árna Péturs á keðjunni.Ellefu milljóna tap var á rekstri Basko á árinu 2011 og var 16,8 milljóna tap á resktri 10-11 samkvæmt ársreikningi  rekstrarfélags verslananna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.