Í dag hafa safnast yfir 23.000 undirskriftir á Þjóðareign.is, þar sem undirskriftum er safnað til að hvetja forseta Íslands til að samþykkja ekki stjórnarfrumvarpið sem lagt hefur verið fram á Alþingi um úthlutun makrílkvóta, heldur vísa því í þjóðaratkvæðagreiðslu.

VB.is greindi frá því um hádegið í gær að margir væru búnir að skrifa undir áskorunina en á síðastliðnum sólarhring hefur undirskriftum fjölgað um 10 þúsund.

Jón Steinsson hagfræðingur og einn aðstandenda undirskriftasöfnunarinnar hefur sagt um málið að til þess að bæta lífskjör á Íslandi sé lykilatriði að þjóðin njóti arðsins af sameiginlegum auðlindum hennar.