Verðbólga eykst enn í Zimbabwe, en hún er nú 2.200.000%. Þetta eru fyrstu opinberu tölur yfir verðbólgu í Zimbabwe síðan í febrúar, þegar hún mældist 165.000%.

Stefnu Robert Mugabe, forseta landsins, er að miklu leyti kennt um ástandið en hann var endurkjörinn í umdeildum kosningum í síðasta mánuði.

Smásalar í Zimbabwe hækka verð sín nú oft á dag. Seðlabanki Zimbabwe prentaði 500 milljóna Zimbabwe-dala seðil í maí. Þá var seðillinn metinn á 2 Bandaríkjadali.