Um 22,4% hafa ekki gert upp hug sinn varðandi Icesave-þjóðaratkvæðagreiðsluna þann 9. apríl nk, samkvæmt könnun MMR sem unnin var fyrir Áfram-hópinn. Um 42,6% svarenda sögðust örugglega kjósa með lögunum eða líklegast kjósa með lögunum. 33,5% svarenda sögðust líklegast eða örugglega kjósa á móti.

Spurt var: Hvernig telur þú líklegast að þú munir kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu um lög um ríkisábyrgð vegna
Icesave sem fer fram 9. apríl næstkomandi?

Icesave könnun
Icesave könnun
© None (None)

Stækka má myndina með því að smella á hana.

Úrtakið var 791 og náðist í 748 einstaklinga . Af þeim tóku 716 afstöðu.

Niðurstöður Könnunarinnar.