Nýskráð einkahlutafélög í apríl þessa árs voru 227 talsins. Síðustu 12 mánuði hefur nýskráningum einkahlutafélaga fjölgað um 16% í samanburði við árið þar á undan. Frá þessu segir í nýrri frétt Hagstofu .

Alls voru 2.507 ný einkahlutafélög skráð á tímabilinu, borið saman við 2.166 á fyrri 12 mánuðum. Hlutfallsleg fjölgun nýskráninga var mest í fasteignaviðskiptum þar sem þeim fjölgar úr 254 í 404, eða um 59% á síðustu 12 mánuðum.

Meðal annarra greina þar sem nýskráningum fjölgaði má nefna leigustarfsemi og ýmsa sérhæfða þjónustu. Þar fjölgaði nýskráningum úr 147 í 227 sem er 54% aukning, auk rekstrar gististaða og veitingarekstrar þar sem fjölgunin var úr 144 í 173 nýskráningar eða um 20%.

Mest hlutfallsleg fækkun nýskráninga síðustu 12 mánuði var í landbúnaði, skógrækt og fiskveiðum, eða um 16% frá fyrra tímabili - úr 99 í 83 hlutafélög.