Útflutningstekjur af tækni- og hugverkaiðnaði hafa aukist um 81% á síðustu sex árum. Á sama tíma hafa útflutningstekjur af ferðaþjónustu aukist um 95%.

Að mati Samtaka iðnaðarins er útlit fyrir að vöxtur í útflutningstekjum milli 2014 og 2015 verði hærri í tækni- og hugverkaiðnaði en í ferðaþjónustu, en spá SI gerir ráð fyrir 16% vexti í því fyrrnefnda á móti 12% í því seinna. Þetta kom fram í setningarræðu UT messunar sem Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins flutti í Hörpunni nú í morgun.

Framleiðniaukning rakin til upplýsingatækni

Talið er að 2/3 af allri framleiðniaukningu í heiminum síðasta áratug sé rakin til upplýsingatækni (UT). Notkun nýrrar tæni hefur því verið mikill drifkrafur framleiðniaukningar og hagvaxtar í heimnum í dag.

Frá árinu 2010 hefur velta í upplýsingatækni aukist um 60% á meðan aukning í örðum greinum hefur verið 32%. Á sama tíma hefur framlag upplýsingatækni sem hlutfall af vergri landsframleiðslu aukist jafnt og þétt, frá 2,3% árið 2010 upp í 4% árið 2014.

Nýskráningar UT fyrirtækja eru um það bil tvöfalt fleiri en í öðrum atvinnugreinum og fjárfestingar í íslenskum sprotafyrirtækjum er að ná áður óþekktum hæðum; en þau eru flesti UT fyrirtæki, eða tengt UT fyrirtækjum. Árið 2015 fengu 17 fyrirtæki fjármögnun upp á samtals um 25,2 milljarða króna. Alls er 143% vöxtur í fjölda fyrirtækja og 1.568% vöxtur í heildar fjármagni.

Ennþá skökk kynjahlutföll

Störfum hefur fjölgað hlutfallslega hraðar í upplýsingatæknigeiranum heldur en annars staðar. Á árunum 2012 til 2014 fjölgaði störfum við hugbúnaðargerð og tengdri ráðgjöf um 13% á meðan almenn fjölgun starfa var 7% á sama tíma. Auk þess áætla 69% UT fyrirtækja að fjölga starfsfólki á næstum sex mánuðum.

Þrátt fyrir að konum sem hafa brautskráðst úr tölvunarfræði á Íslandi hafi fjölgað úr 16% árið 2010 í 23% árið 2015 þá vantar ennþá töluvert uppá til að kynjahlutföllin verði jöfn.