Sala á bílum hefur aukist um 23% á milli ára samkvæmt nýjustu tölum frá Samgöngustofu yfir nýskráningar bíla. Þá voru 633 bílar nýskráðir í október á þessu ári en þeir voru 512 á sama tíma í fyrra.

Það sem af er ári hafa selst alls 9.477 bílar en á sama tíma í fyrra voru 7.227 bílar seldir. Þetta jafngildir 31,1% aukningu á milli ára.

Skipt eftir bílaumboðum seldi BL mest af bílum í október eða 151 bíl samanborið við 98 bíla á sama tíma í fyrra. Næst á eftir BL er Toyota umboðið með 127 bíla á móti 96 bílum sem umboðið seldi í fyrra. Mesta söluaukning á milli ára var hjá Brimborg en umboðið seldi 89 bíla í október samanborið við 44 bíla í fyrra. Jafngildir þetta 102,3% aukningu á milli ára.