Evrópski flugfélagframleiðandinn Airbus er á mörkum þess að ganga frá samningi við Malasíska flugfélagið AirAsia um kaup á flugfélum fyrir 23 milljarða dollara eða því sem samsvarar 2476 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg .

Flugfélagið sem er nú þegar næst-stærsti viðskiptavinur Airbus um A320 vélar félagsins hefur lagt inn pöntun fyrir 100 A321neo flugvélum samkvæmt heimildarmönnum Bloomberg. Á sama tíma hyggst AirAsia bæta við sig 34 A330neo breiðþotum.

Samkvæmt Bloomberg eiga einungis lokaviðræður eftir að eiga sér stað um verð á vélunum. Listaverð A321neo vélarinnar er 129,5 milljónir dollara á meðan verðmiðinn á A330 er 296,4 milljónir dollara.