Glitnir er fyrir sitt leyti tilbúinn til að leggja fram frumvarp að nauðasamningi en það er háð ákvörðun Seðlabankans hvernig næstu skref verða. Slitastjórn Glitnis kynnti kröfuhöfum í dag afstöðu til krafna sem nema nú samtals 2,263 milljörðum íslenskra króna.

Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir kröfuhafa fylgjast vel með umræðunni hér á landi.