Samkvæmt könnun um notendur Twitter eru 23 milljónir eða 8,5% af þeim 271 milljón virkra notenda á samfélagsmiðlinum sem er stjórnað í gegnum sjálfvirk svör af vélmenni.

Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir fyrirtækið sem hagnast af auglýsinum því þetta þýðir að 23 milljónir notenda eru hvorki að lesa né ýta á auglýsingar á miðlinum. Áætlað hefur verið að 5% Twitter notenda séu falsaðir eða einfaldlega „spam" notendur.

Þó að notendurnir séu í raun og veru vélmenni má þó hafa gaman af tístum þeirra. Notandinn @YesYoureRacist svarar til að mynda sjálfkrafa öllum tístum sem byrja á "I'm not racist but...." og sama með @YesYoureSexist og tístum sem byrja á "I'm not sexist, but...." tweets @StealthMountain svarar einnig öllum sjálfkrafa sem rita sneak peek vitlaust sem sneak peak "I think you mean 'sneak peek'" eða ég held að þú meinir sneak peek.

Big Ben klukkan er einnig með vélstýrð tíst klukkan 4 á eftirmiðdegi á Greenwich tímanum tístir @big_ben_clock "BONG BONG BONG BONG."