Landsvirkjun Aðalfundur - Katrín Júlíusdóttir
Landsvirkjun Aðalfundur - Katrín Júlíusdóttir
© BIG (VB MYND/BIG)
Um 11.900 gígavattstundir (GWh) á ári eru í nýtingarflokki, samkvæmt 2. áfanga rammaáætlunar og gert er ráð fyrir í drögum að þingsályktun iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um verndun og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatsnafl og jarðhitasvæði. Í frétt á vefsíðu Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, er það um 23% orkuvinnslugetunnar sem var til umfjöllunar. Um 11.000 GWh eru í biðflokki og 13.900 GWh eru í verndarflokki.

Loks myndu um 15.100 GWh lenda utan flokkunar þar sem umræddir orkukostir eru á svæðum sem hlotið hafa friðlýsingu. Samkvæmt lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun falla þeir kostir utan flokkunar þótt þeir hafi verið til skoðunar allt ferlið við gerð rammaáætlunar.

„Þess ber að geta að þar sem sumir orkukostir í vatnsafli útiloka aðra er heildarsumma áætlaðrar orkuvinnslugetu þó ekki samtala framangreindra (um 52.000 GWh) heldur um 47.300 GWh. Heildarraforkuvinnsla á Íslandi árið 2009 var um 16.900 GW,“ segir í frétt á vef Samorku.