Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands hefur úthlutað styrkjum til atvinnuþróunar á Suðurlandi. 23 umsóknir sem uppfylltu skilyrði fyrir styrk bárust, en alls voru 5 milljónir króna til úthlutunar.

Listasmiðjan hlaut 350.000 króna styrk vegna hönnunar á húsnæði, heimasíðu og kynningarefni.

13 aðilar fengu 250.000 króna styrk hver. Þeir eru:

Ice Events vegna heimasíðu og auglýsinga.

Þjónusturannsóknir vegna markaðssetningar, vefsíðu og kynninga.

Góðir Hálsar ehf. vegna hönnunar vörumerkis, heimasíðu og markaðssetningar.

Lifandi Býli vegna útlitshönnunar á safni.

Bókunarkerfi, fyrir ferðaþjónustu vegna auglýsinga og kynningarefnis.

Samfélagsvefur Skaftárhrepps, vegna þarfagreiningar, hönnunar og sérfræðivinnu.

Gljásteinn ehf., vegna vefsíðugerðar, auglýsingar og hönnunar á auglýsingum.

Glæðir ehf., vegna þróunar afurða úr bleikjuafskurði og hönnunarkostnaðar.

Húfa, vegna vefsíðugerðar, skiltagerðar og auglýsinga.

Active Stable á Íslandi, vegna teikninga og skipulags, kynningarefnis og áætlanagerðar.

Leirbrot og gler, vegna þróunar og hönnunar á rafbúnaði fyrir útilýsingu.

Jeppar og allt, vegna markaðssetningar, hönnunar á lógói og kynningar- og markaðsátaks.

Langamýri, vegna vöruþróunar úr rabarbara.

Þá fengu Lifandi hús 200.000 króna styrk vegna heimasíðu, myndatöku og hönnunar auglýsinga. 8 aðilar fengu 150.000 krónur hver. Þeir eru:

Hekluskart, vegna auglýsinga, markaðssetningar og efnisöflunar.

Go Travel Iceland, vegna auglýsinga, kynningaverkefnis og ráðstefna.

Tré og list, vegna skiltis vegna markaðssetningar, vefsíðu og uppsetningu sýningar.

Veiðisafnið ses., vegna hönnunar sýningar.

Íslenski bærinn, vegna efnisöflunar, hönnunar, einkennisstefs og margmiðlunardisks.

Handverkshúsið Hekla, vegna beinnar markaðssetningar og merkinga.

Glerskúlptúrar Gallerí, vegna þróunarvinnu, kynningarefnis og námskeiðs.

Kommarkaður Suðurlands, vegna graskögglaframleiðslu.

Þetta kemur fram í frétt SuðurGluggans.