*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Innlent 6. nóvember 2017 14:23

23 umsóknir um stöðu Ferðamálastjóra

Nærri því helmingi færri umsækjendur um stöðu ferðamálastjóra en þegar Ólöf Ýrr Atladóttir, var ráðin.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Umsækjendur um embætti ferðamálastjóra voru 23 talsins þegar umsóknarfresturinn rann út núna um mánaðamótin. Núverandi ferðamálastjóri, Ólöf Ýrr Atladóttir hyggst ekki sækja um stöðuna sem losnar um áramótin á ný, en hún hefur gegnt henni í áratug.

Þegar hún var ráðin á sínum tíma voru umsækjendur 50, en fækkunina má mögulega rekja til þess að nú er gerð krafa um meistarapróf að því er Túristi greinir frá.

Meðal umsækjenda má nefna Halldór Halldórsson oddvita borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Ólínu K. Þorvarðardóttur, fyrrum þingmann Samfylkingarinnar og fyrrum skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, Dofri Hermannsson leikari og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík og Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu.

Þau 23 sem sóttu um embætti ferðamálastjóra eru sem hér segir:

 • Aldís Guðný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri
 • Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri
 • Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður
 • Dóra Magnúsdóttir, varaborgarfulltrúi
 • Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri
 • Eva Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri
 • Finnur Gunnþórsson, fyrirtækjaráðgjafi
 • Dr. Gunnþóra Ólafsdóttir, mannvistarlandfræðingur
 • Gústaf Adolf Skúlason, stjórnmálafræðingur
 • Halldór Halldórsson , viðskiptafræðingur
 • Heimir Jónasson, framkvæmdastjóri
 • Hermann Ottósson, framkvæmdastjóri
 • Hrafnhildur Þórisdóttir, ferðamálafræðingur
 • Kristín Helga Birgisdóttir, hagfræðingur
 • Ólína K. Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur
 • Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri
 • Sigurjón Þórðarson, stjórnunarráðgjafi
 • Skarphéðinn Berg Steinarsson, viðskiptafræðingur
 • Steinar Frímannsson, leiðsögumaður
 • Valdimar Björnsson, fjármálastjóri
 • Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
 • Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, rekstrarhagfræðingur
 • Þuríður Halldóra Aradóttir Braun, forstöðumaður