Greiðslukortavelta erlendis í júnímánuði nam 3.248 m. kr. og er um 23% veltuaukningu að ræða frá sama tíma í fyrra ef miðað er við fast gengi. Hafa greiðslukort Íslendinga ekki verið notuð jafn mikið í útlöndum í nokkrum mánuði. Aðalástæðan er vitanlega sú að utanlandsferðum hefur fjölgað og leggst það tvennt til að gengi krónunnar er fremur hagstætt um þessar mundir auk þess sem einkaneysla hefur verið í miklum vexti segir í Hálffimm fréttum KB banka.

Hins vegar þótt greiðslukortavelta hafi aldrei verið hærri þá hefur 12 mánaðavöxtur greiðslukortaveltu ekki verið lægri frá árslokum 2002.