*

laugardagur, 18. janúar 2020
Innlent 8. september 2019 11:05

23% veltuaukning Öryggismiðstöðvarinnar

Öryggismiðstöð Íslands hagnaðist um 211 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaður um 34% frá fyrra ári.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Öryggismiðstöð Íslands hagnaðist um 211 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaður um 34% milli ára samkvæmt ársreikningi félagsins. Tekjur námu 5.040 milljónum króna og jukust um rúmlega 23% milli ára.  EBITDA nam 467 milljónum króna og hækkaði um 30% milli ára. 

Laun og launatengd gjöld námu tæplega 3,4 milljörðum og hækkuðu um 21,6% milli ára en launahlutfall lækkaði um prósentustig á milli ára. Eignir félagins námu rétt tæpum 2 milljörðum í lok ársins og jukust um ríflega hálfan milljarð. Eiginfjárhlutfall var 29% í lok árs en var 25% í lok árs 2017. Öryggismiðstöðin er að stærstum hluta í eigu Unaós ehf. sem fer með 90% hlut en stærstu eigendur þess félags eru  Guðmundur Ásgeirsson og hjónin Hjörleifur Jakobsson og Hjördís Ásberg. Ragnar Þór Jónsson er framkvæmdastjóri Öryggsimiðstöðvarinnar.