Skiptum er lokið á búi félagsins 1060 ehf. sem er í eigu þeirra Ásgeirs Ásgeirssonar og Ásgeirs Arnar Ásgeirssonar. Engar eignir fundust upp í lýstar kröfur í þrotabúið sem námu rúmlega 212 milljóna króna. Félagið skilaði síðast ársreikningi fyrir árið 2007 og hét þá Cambíó ehf.

Þá nam tap á rekstri félagsins rúmum 13 milljónum króna og eigið fé 6,6 milljónum króna. Skuldir félagsins við lánastofnanir námu þá tæpum 230 milljónum króna. Gunnhildur Pétursdóttir var skiptastjóri í búinu og lauk skiptum þann 9. júlí síðastliðinn.

1060 ehf. er ekki fyrsta fasteignafélagið sem fer í þrot eftir efnahagshrunið en slík félög tóku mörg erlend lán á uppgangsárunum og áttu erfitt með að standast skuldbindingar sínar í kjölfar efnahagshrunsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .