*

laugardagur, 4. desember 2021
Innlent 25. nóvember 2021 11:38

230 milljónir í endureisn Landborga

84% kröfuhafa samþykktu nauðsamninga Landsborga en Íslandsbanki afskrifar hluta lána sinna til félagsins.

Ingvar Haraldsson
Landhótel opnaði sumarið 2019, nokkrum mánuðum eftir fall Wow Air.
Baldur Arnarson

Kröfuhafar Landsborgar samþykktu nauðasamning félagsins með 84% atkvæða eftir höfðatölu og 89,67% atkvæða eftir kröfufjárhæðum að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. 

Landborgir reka Landhótel, 69 herbergja hótel í Rangárþingi ytra sem opnaði sumarið 2019. Hótelið opnaði því nokkrum mánuðum eftir fall Wow air, þegar samdráttarskeið var hafið í íslenskri ferðaþjónustu. Félagið tapaði 263 milljónum á síðasta ári. Í ársreikningi félagsins segir að tekjugrunnur félagsins hafi hrundi vegna Covid-19 veirunnar og því hafi félagið farið í greiðsluskjól og leitað nauðasamninga.

Hlutafé núverandi hluthafa verður afskrifað en 230 milljónir króna af nýju hlutafé lagðar inn í félagið af eldri og nýjum hluthöfum samkvæmt nauðasamningnum. Þá fá aðrir kröfuhafar en Íslandsbanki, aðallánveitandi félagsins, helming krafna greiddar. 20% þeirra krafna verða greiddar með reiðufé og 30% með skuldabréfi til fimm ára. Lán bankans eru áfram tryggð með rekstrarveði í fasteigum félagsins.

Íslandsbanki lækkar kröfu sína í 1,17 milljarða króna með nýju 30 ára láni en félagið skuldaði bankanum en félagið skuldaði bankanum 1,36 milljarða króna í árslok 20202. Auk þess segir íLögbirtingablaðinu að Íslandsbanki geri skilyrði um að framkvæmdum á baðherbergjum sem getið er um í nauðasamningi verði lokið.

Landborgir skulduðu tæplega 1,5 milljarð króna i árslok 2020, eignir námu um 1,9 milljónum króna og eigið fé var jákvætt 431 milljón króna.

Staðfesting nauðasamnings verður tekin fyrir í Héraðsdómi Suðurlands miðvikudaginn 8. desember.

Stikkorð: Landborgir Landhótel