Á fyrstu sex mánuðum ársins var 2.664 þús. evru tap (232 millj. kr.) á rekstri SÍF hf. Hagnaður á sama tímabili í fyrra var 3.314 þús. evrur. Hagnaður SÍF hf. fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 8.593 þús. evrum (750 millj. kr.) á fyrstu sex mánuðum ársins en var 8.923 þús. evrur á sama tímabili árið 2003. Þrátt fyrir tap er veltufé frá rekstri 3.328 þús. evrur (290 millj. kr.) á fyrstu sex mánuðum ársins sem er svipað og á sama tímabili 2003 en þá var veltufé frá rekstri 3.381 þús. evrur.

Sölutekjur samstæðunnar aukast á milli tímabila eða um 7,4% og eru nú 345,1 milljónir evra samanborið við 321,4 milljónir evra fyrir sama tímabil árið 2003 en Lyons Seafoods í Bretlandi er nú komið inn í reikninga félagsins.

Framlegð félagsins eykst miðað við sama tímabil árið 2003. Framlegð félagsins er nú 10,4% en var 10,18% á fyrstu sex mánuðum ársins 2003 og 9,88% allt árið 2003. Afskriftir eru nú 5.021 þús. evra sbr. við 3.549 þús. evra fyrir sama tímabil 2003. Meginskýringin er að Lyons Seafoods er nú í bókum félagsins.

Nettó fjármagnsgjöld eru nú 4.676 þús. evrur samanborið við 1.198 þús. evrur á sama tímabili árið 2003. Þetta skýrist annars vegar af því á árinu 2003 var söluhagnaður hlutabréfa í Seaflower Whitefish færður undir þessum lið og auk þess hefur skuldsetning aukist m.a. vegna tilkomu Lyons Seafoods

Sala SÍF samstæðunnar skiptist þannig eftir sölumyntum: Í EUR 41,8%, USD 29%, GBP 24,0% og í öðrum myntum 5,2%.