Orkustofnun hefur gefið út skýrsluna Frumorkunotkun jarðvarmavirkjana og hitaveitna á Íslandi til ársins 2009. Höfundar eru Ingimar Guðni Haraldsson og Jónas Ketilsson. Þar kemur m.a. fram að árið 2008 voru 102 borholur í rekstri á íslenskum virkjanasvæðum.

Frumorkunotkun jarðvarmavirkjana jókst um 237% á milli áranna 1998 og 2008, en á sama tíma jókst notkun sérleyfisveitna á lághitasvæðum um 21%. Þá hefur nýtingarhlutfall frumorkuvinnslu íslenskra jarðvarmavirkjana til raforkuframleiðslu farið stigvaxandi í gegnum árin og var um 12% árið 2008, en var til samanburðar um 7% árið 1998.