Airport Asssociates sagði í dag upp 237 strarfsmönnum en fyrirtækið er stærsti þjónustuaðili Wow air á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt frétt Víkurfrétta er ástæða uppsagnanna þær að fyrirtækið geti mætt mögulegri þörf  til að endurskipuleggja starfsemi sína vegna erfiðleika í rekstri WOW air.

Víkurfréttir hafa eftir Kristjáni Gunnarssyni, formanni Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur að málið sé grafalvarlegt „Við erum bara í sjokki. Þetta er stærsta hópuppsögn síðan Varnarliðið fór,“ hafa Víkurfréttir eftir Kristjáni.

Þá harmar Sigþór K. Skúlason, forstjóri Airport Associates að grípa þurfi til svo róttækra aðgerða og vonast til að hægt verði að draga þær til baka þegar flugáætlanir frá Keflavíkurflugvelli skýrist.