Evrópa bankaeftirlitsstofnunin hefur gefið út að 24 evrópskir bankar uppfylli ekki öll þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að fá að starfa áfram. Bankarnir fá níu mánuði til að laga til í starfsemi sinni annars eiga þeir á hættu að þurfa að loka. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Af þessum 24 bönkum eru níu á Ítalíu, þrír á Grikklandi og þrír á Kýpur. Samtals voru 123 bankar skoðaðir og kannað var hvort bankarnir gætu þolað annað efnahagshrun. Farið var eftir stöðu þeirra í lok árs 2013.