Það fékkst 2,4 sent á evruna fyrir skuldir Kaupþings banka, samkvæmt endanlegum niðstöðum uppboðs, að því er fram kemur í frétt Dow Jones.

Það táknar að þeir sem hafa selt skuldatryggingar á bréf Kaupþings þurfa að greiða þeim, sem keypt hafa slíkar tryggingar, mismuninn eða 97,6% af nafnverði bréfanna.

Fyrr dag sagði Viðskiptablaðið frá því að samkvæmt fyrsta áfanga útboðsins fengist 5,6 sent á evruna fyrir skuldirnar.

Viðskiptablaðið hefur áður greint frá því að hátt í 160 bankar og fjárfestar hafa gefið sig fram vegna uppgjörs á skuldatryggingum íslensku viðskiptabankanna.