24 aðilar lýstu yfir áhuga á hlutverki fjármálaráðgjafa og umsjónaraðila með sölu Íslandsbanka. Þar af eru tíu aðilar innlendir en fjórtán erlendir. Þetta kemur fram á vef Ríkiskaupa.

Opnun tilboða í verkið fór fram í dag málið var kynnt á útboðsvef ríkisins fyrir rúmri viku síðan. Kom þar fram að Bankasýsla ríkisins hygðist ráða einn sjálfstæðan fjármálaráðgjafa og einn eða fleiri söluráðgjafa vegna sölumeðferðar á eignarhlutum í Íslandsbanka.

Inn á útboðsvef ríkisins er einnig boðin út lögfræðiráðgjöf fyrir Bankasýsluna í tengslum við alþjóðlegt frumútboð á eignarhlutum í bankanum. Þar er á ferð bæði innlend og erlend ráðgjöf.

Aðilana 24 sem lýstu yfir áhuga á hlutverki fjármálaráðgjafa og umsjónaraðila með útboðinu má sjá hér að neðan.

  • ABG Sundal Collier
  • Arctic Securities AS
  • Arctica Finance hf
  • Arion banki
  • Barclays
  • Carnegie Investment Bank AB
  • Citigroup
  • Deloitte ehf.
  • Deutsche Bank
  • Fossar Markets hf.
  • Goldman Sachs International
  • HSBC Continental Europe Bank, Sweden Filial
  • Icelandic Investors hf
  • Íslandsbanki
  • Islensk verdbref
  • JP Morgan
  • Kontra ráðgjöf
  • Kvika banki
  • Landsbankinn
  • Nordea Bank Abp, Filial i Norge
  • Pareto Securities
  • Rothschild Nordic AB
  • STJ Advisors
  • Swedbank AB