Tap af rekstri Atorku á öðrum ársfjórðungi ársins nam 241 millj. kr. Samanborið við 303 mkr. hagnað á samatímabili í fyrra. Tap ársfjórðungsins ræðst að mestu leyti af mikilli lækkun á gengi Low and Bonar plc. Eignarhluturinn er næststærsta eign félagsins.

Hagnaður á fyrri helmingi ársins var 418 milljónir í samanburði við 1.721 milljónir króna. Arðsemi eiginfjár 5,05% sem jafngildir 10,3% arðsemi á ársgrundvelli. Arðsemi félagsins er undir langtíma arðsemismarkmiðum félagsins, sem er 15% á ársgrundvelli.

Hlutafé félagsins var 2.721 millj. kr. í lok júní 2005 samanborið við 2.732 í lok árs 2004. Eigið fé samtals nam 8.430 millj. kr. í lok júní 2005, samanborið við 8.969 millj. kr. í lok árs 2004. Eignir félagsins námu 16.718 millj. kr. í lok júní 2005.

Skuldir félagsins í lok mars námu 8.288 millj.kr. samanborið við 7.873 í lok árs 2004. Eiginfjárhlutfall félagsins í lok júní 2005 var 51,4% samanborið við 53,3% í lok árs 2004.