T vö af sex verðbréfafyrirtækjum sem litið var til í greiningu Viðskiptablaðsins skiluðu tapi á árinu 2011 miað við upplýsingar úr ársreikningum fyrirtækjanna. Af fyrirtækjunum sex var mesti hagnaður á árinu 2011 hjá Arctica Finance sem hagnaðist um 247 milljónir króna. Íslensk verðbréf skiluðu 162 milljóna króna hagnaði, Virðing hagnaðist um 76 milljónir og Arev um 18 milljónir.

Lakasta afkoman var hjá Auði Capital og HF ver›bréfum. Auður tapaði 67 milljónum króna en H.F. verðbréf tæpum 62 milljónum.

Í tilviki Arctica Finance má sjá að hagnaður fyrirtækisins jóksttöluvert á milli ára. Nokkrar breytingar hafa orðið í rekstri fyrirtækisins á liðnum árum en fyrirtækið hóf að bjóða upp á eignastýringu og vörslu fyrir viðskiptavini í byrjun árs 2011 eftir að hafa fengið leyfi sem verðbréfafyrirtæki í mars 2010. Í lok árs 2011 voru eignir í stýringu um 1,8 milljarðar króna. Ekki náðist í forsvarsmenn Arctica Finance við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.