Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í síðasta mánuði. Í uppsögnunum var 72 sagt upp í fjármálastarfsemi og iðnaði.

Meirihluti þeirra sem sagt var upp missir vinnuna í mars á næsta ári.

Í tilkynningu Vinnumálastofnunar kemur fram að ástæður uppsagnanna sé endurskipulagning og rekstrarerfiðleikar.

Alls hafa Vinnumálastofnun borist tilkynningar um uppsagnir  752 manns í hópuppsögnum á árinu 2011, mest í mannvirkjagerð eða 248 manns.