Ástralar hafa nú náð því afreki að síðastliðin 25 ár hefur landið ekki enn gengið í gegnum kreppu. Þeir færast því nær metinu sem að Hollendingar halda, en þeir sluppu við kreppu á árunum 1982 til 2008. Um málið er fjallað í frétt BBC .

Kreppa er skilgreind sem tveir ársfjórðungar af samdrætti hjá ákveðnu ríki. Samdráttur var á hagkerfi Ástralíu á þriðja ársfjórðungi en öllum að óvörum var 2,6% hagvöxtur í Ástralíu í fyrra.

Hagkerfi Ástrala er því einungis einu ári frá meti Hollendinganna. Shane Oliver, greiningaraðili hjá AMP Capital, sagði í viðtali við BBC að útlitið væri bjart hjá Áströlum. Hann gerir ráð fyrir að vöxtur verði á bilinu 2,5% til 3% á næsta ári.