Útgjöld Tryggingastofnunar ríkisins vegna mígrenilyfja í svokölluðum ATC flokki N02C jukust um 7,4 % milli áranna 2006 og 2007, og er helsta skýringin sú að gefin voru út um 25% fleiri lyfjaskírteini á árinu 2007 en árið á undan.

Á árinu 2007 voru útgjöld TR vegna sérhæfðra serótónínvirkra lyfja (triptanlyfja) tæplega 90 millj.kr., þar af var kostnaður vegna sumatriptan 67 millj. kr. Sumantriptan stungulyf og úðar voru um 15% (9,9 millj.kr) af útgjöldum TR vegna sumatriptan. Um 2.600 einstaklingar fengu ávísað triptanlyfjum á árinu 2007.