Landsframleiðsla annars ársfjórðungs þessar árs er talin hafa vaxið um 2,5% frá sama fjórðungi fyrir ári síðan. Á sama tíma jókst einkaneysla um tæp 4% og samneysla um 2,6% en fjárfesting dróst saman um rúmlega 8% og þjóðarútgjöld stóðu nánast í stað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands. Á tímabilinu minnkaði útflutningur um rúmlega 3% og innflutningur um tæplega 7%. Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla sýnir 2,2% vöxt frá 1. ársfjórðungi 2007 til 2. ársfjórðungs 2007. Þar af mælist 3,7% aukning í einkaneyslu og 9,3% aukning þjóðarútgjalda á ársfjórðungnum.