Óformleg könnun á vegum Samtaka iðnaðarins á meðal 20 fyrirtækja í greininni leiðir í ljós að nær öll fyrirtækin hyggjast hagræða á næstu mánuðum.

Um 62% hyggjast ekki segja upp fólki en mörg draga úr yfirvinnu og ráða ekki í stöður sem losna. Tæp 25% fyrirtækja hyggjast hins vegar fjölga starfsfólki og tæp 15% ætla að fækka fólki.

Könnunin var kynnt á fundi á vegum SI fyrir starfsmannastjóra fyrirtækja í iðnaði sem haldinn var fyrir helgi. Í könnuninni var spurt um hreyfingar síðustu þrjá mánuði og næstu þrjá.

Á fundinum var einnig kynnt niðurstaða rannsóknar sem Gylfi Dalmann Aðalsteinson, dósent við Viðskiptadeild HÍ og Sigrún H. Kristjánsdóttir, kennari hjá Viðskiptadeild HR, gerðu um framkvæmd uppsagna.

Niðurstaða hennar er sú í helmingstilfellum bendir til að upplýsingamiðlun til starfsmanna á meðan uppsögnum stóð verið ófullnægjandi. Þetta hafi leitt til minnkandi traust á stjórnendum.

Gylfi lagði áherslu á að þeir starfsmenn sem eftir sitja hljóti aðstoð af einhverju tagi.