25 launahæstu forstjórar í Bandaríkjunum þéna samtals um 1.165 milljónir dala á ári.

Þetta kemur fram í lista bandaríska tímaritsins Forbes yfir 25 launahæstu forstjóra Bandaríkjanna sem birtur var í dag.

Launahæstur allra forstjóra er John Hammergen, forstjóri lyfjarisans McKesson, sem þénar um 130 milljónir Bandaríkjadala árlega. McKesson er 15. stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna.

Tískumógúllinn Ralph Lauren kemur næstur en er þó með mun lægri tekjur en Hammergen, eða 66,7 milljónir dala í árslaun.

Athygli vekur að aðeins inn forstjóri á listanum kemur úr bankageiranum, James Dimon forstjóri JP Morgan Chase. Þá er aðeins einn forstjóri sem stýrir fjárfestingafyrirtæki á listanum en það er Laurence Fink, forstjóri BlackRock fjárfestingafélagsins.

Hins vegar ná þrír forstjórar inn á listann sem stýra olíu- og gasvinnslufyrirtækjum. Þá eru tveir forstjórar á listanum úr líftæknigeiranum og aðrir tveir úr fjölmiðlabransanum.

Hér að neðan má sjá lista yfir 25 hæst launuðust forstjóra Bandaríkjanna (ekki er tekið tillit til kaupréttasamninga eða annarra þóknana):

  1. John Hammergen, McKesson - 131,2 milljónir dala
  2. Ralph Lauren, Ralph Lauren - 66,7 milljónir dala
  3. Michael Fascitelli, Vornado Realty - 64,4 milljónir dala
  4. Robert Iger, Walt Disney - 53,3 milljónir dala
  5. George Paz, Express Scripts - 51,5 milljónir dala
  6. Jeffrey Boyd, Priceline.com - 50,2 milljónir dala
  7. Lew Frankfort, Apparel - 49,5 milljónir dala
  8. Stephen Hemsley, UnitedHealth Group - 48,8 milljónir dala
  9. John D. Wren, Omnicom Group - 45,6 milljónir dala
  10. Michael Watford, Ultra Petroleum - 43,7 milljónir dala
  11. John C. Martin, Gilead Sciences - 42,7 milljónir dala
  12. James Dimon, JP Morgan Chase - 42 milljónir dala
  13. Leslie Moonves, CBS - 41,5 milljónir dala
  14. John Plant, TRW Automotive Holdings - 41,1 milljónir dala
  15. David Zaslav, Discovery Communications - 40,7 milljónir dala
  16. Laurence Fink, BlackRock - 39,9 milljónir dala
  17. Richard Adkerson, Freeport-McMoRan - 39,5 milljónir dala
  18. James Hackett, Anadarko Petroleum - 38,9 milljónir dala
  19. John Chambers, Cisco Systems - 37,9 milljónir dala
  20. David Pyott, Allergan - 33,8 milljónir dala
  21. Gregory Lucier, Life Technologies - 33,8 milljónir dala
  22. Charles Davidson, Noble Energy - 33,4 milljónir dala
  23. Louis C. Camilleri, Philip Morris - 32,7 milljónir dala
  24. Joe Tucci, EMC - 31,6 milljónir dala
  25. Gregory Boyce, Peabody Energy - 30,7 milljónir dala

John Hammergen, forstjóri bandaríska lyfjarisans McKesson
John Hammergen, forstjóri bandaríska lyfjarisans McKesson

John Hammergen, forstjóri bandaríska lyfjarisans McKesson