Asíski þróunarbankinn hefur veitt Arctic Green Energy 25 milljarða lán vegna jarðhitaverkefna í Kína. Arctic Green Energy og Sinopec, þriðja stærsta fyrirtæki heims, reka í sameiningu Sinopec Green Energy.

Sinopec Green Energy fer fyrir stærsta jarðhitaverkefni heims með 328 hitaveitustöðvar í um 40 borgum og sýslum í Kína. Láninu er ætlað að fjármagna áframhaldandi stækkun í Kína. Í fréttatilkynningu segir að mikill vöxtur sé fyrirsjáanlegur á næstu árum og vonast er til að þau geti skapað íslenskum fyrirtækjum ábatasöm verkefni.

Markmið beggja aðila er að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis enda muni fyrirkomulag húshitunar og loftkælingar ráða úrslitum um hvernig til tekst í baráttunni við loftmengun og hlýnun jarðar.