Áætlað er að á þessu ári verði seldar 25 milljón dósir af skyri í Skandínavíu. Þar er um að ræða skyr sem er framleitt af Mjólkursamsölunni og flutt út en einnig skyr sem framleitt er í Danmörku og Noregi í samstarfi við Mjólkursamsöluna.

Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, segir að gangi þessar áætlanir eftir þýði það að söluaukningin sé um 20% frá fyrra ári. Búist er við því að salan aukist jafnframt á næstu ári. „Það er áhugi á próteinríkum vörum,“ segir Einar Sigurðsson um ástæður aukinnar eftirspurnar eftir skyri. Þá séu Norðurlandarbúar hrifnir af bragðinu af skyri.

Einar segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að auka útflutning til ríkja innan Evrópusambandsins og í Norður-Ameríku.