Ferðaþjónustufyrirtækið Sterna Travel skilaði 25 milljóna króna tapi á síðasta rekstrarári, samanborið við 23 milljóna króna tap árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu rétt tæplega 379 milljónum króna samanborið við 388 milljónir króna árið áður. Rekstrargjöld námu 378 milljónum króna samanborið við 396 milljónir króna árið áður. Rekstrarhagnaður nam tæplega hálfri milljón króna.

Vaxtagjöld námu 26 milljónum króna og skýrir það fyrrnefnt tap. Vaxtatekjur námu einungis tæplega hálfri milljón króna. Eignir félagsins námu 312 milljónum króna um síðustu áramót og eigið fé var neikvætt um 34 milljónir króna.

Laun og launatengd gjöld til starfsmanna námu 179 milljónum króna, en 25 starfsmenn störfuðu hjá félaginu að meðaltali í lok síðasta árs. Sterna Travel er að fullu í eigu Icelandic Tourist Group ehf.