Seðlabankinn tók í dag upp nýjar aðferðir við útreikninga þeirra gengisvísitalna sem bankinn birtir og auk þess hefur Seðlabankinn bætt skráningu miðgengis á 25 gjaldmiðlum til viðbótar við þá 10 gjaldmiðla sem fyrir breytingarnar voru skráðir.

Megintilgangur breytinganna er að sögn Seðlabankans sá að þær gjaldmiðlavogir sem notaðar eru við útreikningana endurspegli eins vel og kostur er samsetningu utanríkisviðskipta þjóðarinnar, bæði vöru- og þjónustuviðskipta. Þá hefur reikningur gjaldmiðlavoganna verið einfaldaður og er nú líkari því sem notað er í öðrum löndum.

Einkum dregur úr vægi Bandaríkjadals sem endurspeglar minnkandi utanríkisviðskipti þjóðarinnar í þeim gjaldmiðli. Vogirnar sem notaðar eru til að reikna nýju vísitölurnar byggja á utanríkisviðskiptum liðins árs og verða uppfærðar í september ár hvert.

Meðal þeirra gjaldmiðla sem Seðlabankinn hefur nú bætt við skráningu sína og útreikninga á miðgengi eru
kínverskt júan, rússnesk rúbla,pólskt slot, eistnesk króna, nígersk næra,tævanskur dalur, suðurkóreskt vonn, súrinamskur dalur, ástralíudalur, ungversk forinta, ísraelskur sikill, suður-afrískt rand, búlgarskt lef, brasilískt ríal og indversk kúna.

Ekki er fyrirhugað að uppfæra frekar gjaldmiðlavogina sem notuð hefur verið til að reikna svokallaða vísitölu gengisskráningar og er stefnt að því að hætta birtingu hennar í árslok 2008.