Spain Inditex, sem meðal annars á tískuvörukeðjuna Zara tilkynnti í dag að 25% söluaukning hefði orðið hjá félaginu árið 2007. Þá segir í tilkynningu frá félaginu að aukningin kunni að verða meira á árinu 2008.

Í frétt BBC um uppgjör félagins kemur fram að félagið hafi hagnast um 1,25 milljarð evra eða um 150 milljarða íslenskra króna.

Um 40% tekna félagsins kom frá Spáni þrátt fyrir að einkaneysla hafi farið þar minnkandi.

Inditex sem einnig á verslunarkeðjurnar Massimo Dutti, the Pull og Bear chain áætlar að opna á milli 560 og 640 verslanir á árinu meðal annars í Kína og Rússlandi þar sem starfssemi félagsins hefur farið vaxandi að því er segir í frétt BBC.

Þá jókst sala einnig frá 1. febrúar á þessu ári um 17,5%.