Dregið hefur saman hjá Umboðsmanni skuldara. Tólf starfsmönnum í Reykjavík hefur verið sagt upp og verður útibúi í Reykjanesbæ lokað. Eini starfsmaður þess þar verður færður til Reykjavíkur.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að hjá Umboðsmanni skuldara vinni 38 manns og jafngildi uppsagnirnar því að 25% starfsmanna hafi verið sagt upp. Þá er gert ráð fyrir rúmlega 40% niður­skurði á fram­lög­um gjald­skyldra aðila til embætt­is­ins á næsta ári. Legið hafi fyrir að embættið þarf að draga úr rekstr­ar­kostnaði.