Gengi hlutabréfa í Kviku banka hefur hækkað um 2,5% frá því að bankinn var skráður á First North-markaðinn fyrir viku síðan. Hefur verð bankans hækkað úr 7,9 krónum á hlut í 8,1 krónu.

Samkvæmt IFS Greiningu var algengt gengi í viðskiptum með bréf í bankanum 6,5 krónur á hlut fyrir skráningu. Miðað við það hefur virði bankans aukist um tæplega 25% á fjórum dögum. Á sama tíma hefur velta með bréf bankans numið 663 milljónum króna.

Markaðsvirði bankans stóð í 14,9 milljörðum við lokun markaða í gær.