250 framkvæmdastjórar og yfirmenn breskra fyrirtækja hafa nú gefið út tilkynningu þess efnis að þeir hyggist styðja útgönguhreyfinguna Brexit sem miðar að því að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu.

Í tilkynningunni segir að Evrópusambandið verki sem atvinnu-eyðileggjandi tortímingarvél, sem er lífshættuleg smærri atvinnurekendum og fyrirtækjum, og að hagsmunum Bretlands sé allra best borgið utan sambandsins.

„Störf, launakjör og hagkerfið í heild munu stórbatna þegar við náum aftur völdum yfir eigin ástandi," segir enn fremur í tilkynningu atvinnurekendanna. Meðal þeirra sem skrifa nafn sitt við hreyfinguna er Michael Geoghegan, fyrrverandi framkvæmdastjóri HSBC.

Stefna Michael er þó ekki í takt við stefnu núverandi stjórnenda HSBC sem hafa hótað að senda um þúsund störf til Frakklands ef Bretland kýs með útgöngu úr ESB.