*

sunnudagur, 18. ágúst 2019
Erlent 27. mars 2016 16:57

250 framkvæmdastjórar styðja útgöngu

Framkvæmdastjórar breskra fyrirtækja hafa nú fylkt liði og styðja "Brexit" hreyfinguna.

Ritstjórn
european pressphoto agency

250 framkvæmdastjórar og yfirmenn breskra fyrirtækja hafa nú gefið út tilkynningu þess efnis að þeir hyggist styðja útgönguhreyfinguna Brexit sem miðar að því að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu.

Í tilkynningunni segir að Evrópusambandið verki sem atvinnu-eyðileggjandi tortímingarvél, sem er lífshættuleg smærri atvinnurekendum og fyrirtækjum, og að hagsmunum Bretlands sé allra best borgið utan sambandsins.

„Störf, launakjör og hagkerfið í heild munu stórbatna þegar við náum aftur völdum yfir eigin ástandi," segir enn fremur í tilkynningu atvinnurekendanna. Meðal þeirra sem skrifa nafn sitt við hreyfinguna er Michael Geoghegan, fyrrverandi framkvæmdastjóri HSBC.

Stefna Michael er þó ekki í takt við stefnu núverandi stjórnenda HSBC sem hafa hótað að senda um þúsund störf til Frakklands ef Bretland kýs með útgöngu úr ESB.

Stikkorð: Bretland HSBC Framkvæmdastjórar Brexit