Notkun korta, hvort sem er debet- eða kreditkorta, hefur stóraukist í Bretlandi síðustu árin en samkvæmt nýrri skýrslu World Payments voru um 15 milljarðar korta notuð í verslunum í Bretlandi á síðasta ári.

Þetta kemur fram í umfjöllun breska blaðsins Telegraph en samkvæmt þessu er Bretland þá komið í fjórða sæti þeirra landa sem nota hvað mest greiðslukort til verslunar, svokölluðu „non-cash market“ eins og það er orðað í skýrslunni.

Hér er um að ræða tölur frá árinu 2008 en notkun greiðslukorta hefur þannig aukist um 5% á milli ára, eða frá árinu 2007.

Í frétt Telegraph kemur þó fram að samkvæmt skýrslu frá European Financial Management & Marketing Association er áætlað að notkun Breta á greiðslukortum hafi nú náð hámarki og því alls óvíst að kortum fjölgi mikið hlutfallslega á næstu árum.

Á heimsvísu jókst notkun greiðslukorta, á kostnað reiðufés, um 8,6% á milli ára árið 2008. Þannig eru um 250 milljarða greiðslukorta í umferð, mestu hluti þeirra í Bandaríkjunum og Evrópu eða 61%.